Langflestir rannsakendur vildu að Clinton yrði ákærð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var ekki ákærð fyrir þátt sinn í vísir/epa Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00