Langflestir rannsakendur vildu að Clinton yrði ákærð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var ekki ákærð fyrir þátt sinn í vísir/epa Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00