Innlent

Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn.

Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt.

Í spilaranum hér að ofan má sjá ræðu Unnar.

Unnur var einnig með stúlkubarn sitt með í för á Arctic Circle um liðna helgi þar sem sú litla fékk að hitta hina ýmsu stjórnmálamenn og fyrrverandi forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Brjóstagjöf Unnar Brá hefur vakið mikla athygli og á vafalítið eftir að vekja athygli út fyrir landsteinana. Viðbrögð nokkurra á Twitter í dag má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×