Það sem líkami minn er ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2016 00:00 Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning. Líkami minn er ekki útungunarverksmiðja. Meginhlutverk mitt í lífinu er ekki framleiðsla á karlkyns hvítvoðungum, tilvonandi snillingum framtíðarinnar. Ég á að fá að ráða því sjálf hvort ég sé tilbúin til þess að ganga með og ala upp næsta Abraham Lincoln. Líkami minn er ekki einhvers konar almenningseign eða tæki til valdeflingar handa öðrum. Enginn, alls óháð fjárhagsstöðu og stórbokkaháttum, má snerta eða klípa eða „grípa í“ líkamspart í minni eigu nema ég gefi til þess leyfi. Líkami minn er heldur ekki allt sem ég er, í honum kristallast ekki það sem ég hef fram að færa. Ég á ekki að þurfa að keppast við að sníða líkama minn eftir ósnertanlegum fegurðarstöðlum og gjaldgengi mitt í samfélagi manna á ekki að byggjast á því hversu vel mér tekst upp. Við erum samt alltaf að setja fram skilgreiningar á líkömum kvenna. Fastmótaðar skilgreiningar á því hvaða líkamar eru fallegir og hverjir ekki. Lögfestar skilgreiningar á því hvað konur mega gera við líkama sína og hvað ekki. Og oft eru skilgreiningasmiðirnir ekki einu sinni konurnar sjálfar. Við nánari umhugsun er þetta kannski meira en örlítill misskilningur. Þetta er kannski ógeðsleg og rótgróin meinsemd. Væri ekki kjörið að uppræta hana?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning. Líkami minn er ekki útungunarverksmiðja. Meginhlutverk mitt í lífinu er ekki framleiðsla á karlkyns hvítvoðungum, tilvonandi snillingum framtíðarinnar. Ég á að fá að ráða því sjálf hvort ég sé tilbúin til þess að ganga með og ala upp næsta Abraham Lincoln. Líkami minn er ekki einhvers konar almenningseign eða tæki til valdeflingar handa öðrum. Enginn, alls óháð fjárhagsstöðu og stórbokkaháttum, má snerta eða klípa eða „grípa í“ líkamspart í minni eigu nema ég gefi til þess leyfi. Líkami minn er heldur ekki allt sem ég er, í honum kristallast ekki það sem ég hef fram að færa. Ég á ekki að þurfa að keppast við að sníða líkama minn eftir ósnertanlegum fegurðarstöðlum og gjaldgengi mitt í samfélagi manna á ekki að byggjast á því hversu vel mér tekst upp. Við erum samt alltaf að setja fram skilgreiningar á líkömum kvenna. Fastmótaðar skilgreiningar á því hvaða líkamar eru fallegir og hverjir ekki. Lögfestar skilgreiningar á því hvað konur mega gera við líkama sína og hvað ekki. Og oft eru skilgreiningasmiðirnir ekki einu sinni konurnar sjálfar. Við nánari umhugsun er þetta kannski meira en örlítill misskilningur. Þetta er kannski ógeðsleg og rótgróin meinsemd. Væri ekki kjörið að uppræta hana?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun