Innlent

Ólöf Nordal lögð inn á sjúkrahús

Anton Egilsson skrifar
Ólöf Nordal þarf að fylgjast með kosningabaráttunni af hliðarlínunni næstu daga og vikur vegna veikinda sinna.
Ólöf Nordal þarf að fylgjast með kosningabaráttunni af hliðarlínunni næstu daga og vikur vegna veikinda sinna. Vísir/GVA
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu og sýkingar.

Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í kvöld þar sem hún segist þurfa að fara sér hægt næstu daga og vikur og þurfi því að fylgjast með kosningabaráttunni af hliðarlínunni. Ólöf er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar efsta sæti á lista hans í Reykjavík suður.

Greint var frá því í maí að Ólöf hefði lokið lyfjameðferð sem hún hóf í janúar. Í lok síðasta árs kom í ljós við reglubundið eftirlit hækkun á svokölluðum æxliskvíslum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins og var því nauðsynlegt að bregðast strax við. Ólöf greindist með krabbamein sumarið 2014 og hafði áður farið í lyfjameðferð vegna veikinda sinna.


Tengdar fréttir

Lyfjameðferð Ólafar lokið

"Eigum við ekki að segja (eins og satt er) að þetta herði og dýpki mann?“ segir Ólöf Nordal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×