40 erlendir þjálfarar hafa sótt um þjálfarastöðuna hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2016 18:45 Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira