Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 14:38 Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. vísir/valli Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira