Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:57 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð á flokksþingi Framsóknar í byrjun október. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent