„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 09:07 Júlíus Ármann Júlíusson framkvæmdi borgaralega handtöku í nótt. Vísir/GVA Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin.
Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58