Innlent

Allir í skýjunum á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er mikil stemning á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Grand Hótel enda eru fyrstu tölur góðar fyrir flokkinn. Það má einfaldlega segja að allir séu í skýjunum.

„Mér líður ótrúlega vel. Þetta er það sem maður fann, hvernig stemningin var þegar maður var að hitta fólk og það er bara að rætast og maður er að sjá það í tölunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann Stöðvar 2 þegar fyrstu tölur lágu fyrir.

Hún er á leiðinni á þing þar sem hún skipaði 2. sætið á lista flokksins í Reykjavík norður.

Aðspurð kvaðst hún bjartsýn á að þetta myndi haldast svona út nóttina.

„Auðvtiða eru þetta fyrstu tölur og maður tekur þeim með fyrirvara,“ sagði Áslaug.

Brynjar Níelsson þingmaður flokksins sagði að tölur kæmu honum á óvart.

„Þetta er framar björtustu vonum. Ég er mjög ánægður með þetta, þetta kemur að hluta til á óvart en vinnan undanfarna daga hefur skilað sér vel.“

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Hanna Andrésdóttir ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins tók á Grand Hótel í kvöld. Viðtölin við Áslaugu og Brynjar má svo sjá í spilaranum hér að ofan.

Fylgst er með gangi mála alla helgina í Kosningavakt Vísis.

Áslaug Arna og Bjarni Ben á vökunni í kvöld.vísir/hanna
vísir/hanna
vísir/hanna
vísir/hanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×