Innlent

Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“

Atli ísleifsson skrifar
„Ég er bara óskaplega glaður með þetta. Við erum mjög þákklát fyrir hvað við höfum fengið góð viðbrögð hjá kjósendum. Við getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, aðspurður um viðbrögð við fyrstu tölum.

Hann segir það auðvitað vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna.

„Ég held að það sé best að sjá niðurstöðurnar áður en flokkarnir fara að mynda stjórn,“ segir Benedikt aðspurður um framhaldið miðað við það landslag sem birtist eftir þessar fyrstu tölur.

Viðreisn er með mann inni í öllum þeim kjördæmum þar sem fyrstu tölur hafa verið kynntar, að Norðvesturkjördæmi frátöldu þar sem fyrstu talna er enn beðið.

Viðreisn mælist með 7,3 prósent í NA, 7,2 prósent í Suður, 11,4 prósent í Kraganum, 12,3 prósent í Reykjavík suður og 11,6 prósent í Reykjaví norður.

Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.


Tengdar fréttir

Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“

Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust.

Viðreisn er í lykilstöðu

Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×