Viðreisn er í lykilstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2016 23:37 Benedikt Jóhannesson ásamt Vigdísi Jóndóttur við komuna á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur „Ég á ekki von á einhverjum grundvallarbreytingum. Stóru línurnar eru komnar. En það er ekki búið að telja,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur aðspurður hvort hann eigi von á einhverjum stórkostlegum breytingum í fylgi flokka eftir eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega, sem og Vinstri græn, en Viðreisn hefur náð miklum árangri sem og Píratar. Aðspurður hvort þessar tölur séu ekki nánast í samræmi við skoðanakannanir segir Baldur svo ekki vera því Píratar hafi fengið mun minna í kosningunum en kannanir gáfu til kynna. Ef niðurstaða kosninganna verður sú sem fyrstu tölur gefa til kynna þá á Baldur ekki von á því að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið. „Það mun ráðast af því hvað flokkarnir koma sér saman um að mæla með við forsetann sem veitir stjórnarmyndunarumboðið. Samkvæmt nýjustu tölunum eru stjórnarflokkarnir með 27 þingmenn og stjórnarandstaðan með 29 þingmenn og Viðreisn með sjö þingmenn. Viðreisn er í lykilstöðu og stóra spurningin er hvort Viðreisn mun ganga til viðræðna við stjórnarandstöðuflokkana fjóra,“ segir Baldur Þórhallsson. Hann segir því stóru spurningu kvöldsins vera hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn munu velja. „Það mun ráðast af því hver fær stjórnarmyndunarumboðið hvern Benedikt Jóhannesson og Viðreisn leggur til að fái það. Hann hefur útilokað að ganga til liðs við stjórnarflokkana tvo og vera þriðja hjólið undir vagninum. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef fyrsta tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna væri á milli þessara fimm flokka,“ segir Baldur. Kosningar 2016 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
„Ég á ekki von á einhverjum grundvallarbreytingum. Stóru línurnar eru komnar. En það er ekki búið að telja,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur aðspurður hvort hann eigi von á einhverjum stórkostlegum breytingum í fylgi flokka eftir eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega, sem og Vinstri græn, en Viðreisn hefur náð miklum árangri sem og Píratar. Aðspurður hvort þessar tölur séu ekki nánast í samræmi við skoðanakannanir segir Baldur svo ekki vera því Píratar hafi fengið mun minna í kosningunum en kannanir gáfu til kynna. Ef niðurstaða kosninganna verður sú sem fyrstu tölur gefa til kynna þá á Baldur ekki von á því að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið. „Það mun ráðast af því hvað flokkarnir koma sér saman um að mæla með við forsetann sem veitir stjórnarmyndunarumboðið. Samkvæmt nýjustu tölunum eru stjórnarflokkarnir með 27 þingmenn og stjórnarandstaðan með 29 þingmenn og Viðreisn með sjö þingmenn. Viðreisn er í lykilstöðu og stóra spurningin er hvort Viðreisn mun ganga til viðræðna við stjórnarandstöðuflokkana fjóra,“ segir Baldur Þórhallsson. Hann segir því stóru spurningu kvöldsins vera hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn munu velja. „Það mun ráðast af því hver fær stjórnarmyndunarumboðið hvern Benedikt Jóhannesson og Viðreisn leggur til að fái það. Hann hefur útilokað að ganga til liðs við stjórnarflokkana tvo og vera þriðja hjólið undir vagninum. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef fyrsta tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna væri á milli þessara fimm flokka,“ segir Baldur.
Kosningar 2016 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira