Bjarna fagnað gríðarlega á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Við ætlum að fara alla leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 23:29 Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03