Innlent

Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra á kosningavöku Framsóknar.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra á kosningavöku Framsóknar.
„Við getum svosem sagt að miðað við skoðanakannanirnar sé þetta heldur skárri niðurstaða en undir þeim væntingum sem við vorum farin að gera okkur miðað við viðtökur síðustu daga. En sjáum hvað setur. Það er eitthvað ennþá inni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, um fyrstu tölur í samtali við RÚV. Sigurður Ingi er staddur á kosningavöku flokksins á Hverfisgötunni í Reykjavík.

Þá segir Sigurður Ingi ánægjulegt að Framsókn virðist sterkust í Suðurkjördæmi, þar sem hann er oddviti. Þar er flokkurinn með 18,6 prósent talinna atkvæða en tapar þó tveimur þingmönnum. „Ég satt best að segja vonast til að það bætist eitthvað þar við þegar það verður talið áfram víðar úr kjördæminu.“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, er inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík suður. Þar er flokkurinn með 9,2 prósent talinna atkvæða.

„Þetta eru fyrstu tölur og það bendir til þess en ég er alveg róleg. Menn hafa verið að fara inn og út þegar kosningar eru. Þetta er mun betra en við höfum verið að fá í könnunum þannig ég fylgist með þessu og verð örugglega vakandi fram á morgun til að sjá hvað setur. En þetta er ánægjulegt að vera inni samkvæmt fyrstu tölum,“ segir Lilja við RÚV.

Sigurður Ingi veitti Stöð 2 einnig viðtal litlu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×