Innlent

Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum

Atli Ísleifsson skrifar
„Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.

Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins.

Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum.

Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“

Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“

Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta.

Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt.


Tengdar fréttir

Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“

Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×