Innlent

Kjörstöðum lokað og talning atkvæða hafin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá talningu atkvæða í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Frá talningu atkvæða í Ráðhúsi Reykjavíkur. vísir/jói k
Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 58.474 kosið í Reykjavík sem er örlítið meira en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013. Kjörsókn á landinu öllu hefur verið svipuð eða örlítið lakari á landinu öllu en 2013 en þá höfðu aldrei færri kosið í þingkosningum.

Kosningarnar nú eru þær 22. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Tólf flokkar eru í framboði en ef marka má kannanir munu sjö flokkar ná mönnum inn á þing. Þar af er einn nýr flokkur, Viðreisn.

Skoðanakönnun Gallup deginum fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kosningarnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur eða með 27 prósent fylgi. Píratar voru næststærstir með 18 prósent fylgi.

Vinstri græn komu í þriðja sæti með 16,5 prósent og þar á eftir fylgdi Framsóknarflokkurinn með 9,3 prósent. Viðreisn mældist með tæp 9 prósent, Samfylkingin 7,4 prósent og Björt framtíð með 6,8 prósent.

Innsigli kjörstjórnar í Reykjavík.vísir/jói k
Frá talningu atkvæða í Brekkuskóla á Akureyri.vísir/svenni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×