Innlent

Fleiri hafa kosið í Reykjavík klukkan 19 en á sama tíma á kjördegi 2013

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk var almennt ekki að flýta sér á kjörstað í morgun.
Fólk var almennt ekki að flýta sér á kjörstað í morgun. Vísir/Valli
Fleiri hafa greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur klukkan 19 en á sama tíma á kjördegi 2013.

52.123 höfðu greitt atkvæði klukkan 19, eða 56,85 prósent kosningabærra manna. Á sama tíma á kjördegi 2013, höfðu 51.387 manns greitt atkvæði, eða 56,65 prósent þeirra sem voru á kjörskrá þá.

Ljóst er að nokkuð hefur ræst úr kjörsókninni, en hún fór mjög rólega af stað í morgun.

Þannig höfðu 8.033 manns greitt atkvæði á hádegi í dag, en 9.683 á sama tíma á kjördegi 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×