Svona eru kræsingar flokkanna Anton Egilsson skrifar 29. október 2016 18:00 Ýmsar kræsingar voru á boðstólnum í kosningamiðstöðvum flokkanna í tilefni dagsins. Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi. Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi.
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira