Kjósandi í Boston vandar ræðismanni Íslands ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2016 15:03 Arngrímur er ekki sáttur við að ræðismaðurinn, sem hafi haft sex mánuði til að undirbúa kosningar utan kjörfundar í Nýja-Englandi, hafi farið frjálslega með sannleikann. Wikipedia Commons Íslendingar í Boston lentu sumir hverjir í tómu basli með að kjósa utan kjörfundar í kosningum til Alþingis. Eru þeir ósáttir við frammistöðu ræðismannsins í Nýja-Englandi og saka hann um lygar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Arngrímur Vídalín, kjósandi í Reykjavík suður sem búsettur er vestan hafs, sendi til Utanríkisráðuneytisins og ritara landskjörstjórnar. Sakar hann ræðismanninn um lygar sem hann hefur fengið staðfest í utanríkisráðuneytinu. Undir þetta tekur Sirrý Berndsen sem einnig lenti í vandræðum með að kjósa og kennir ræðismanninum um. Í hópnum Ísfólkið í Boston hafa Íslendingar á svæðinu kvartað yfir erfiðleikum við að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þannig var að ræðismaðurinn, James F. Gerrity III, bauð Íslendingum að kjósa á milli klukkan eitt og þrjú síðastliðinn sunnudag.Var á útleið þegar Arngrímur mætti Arngrímur hélt til fundar við ræðismanninn ásamt fjölskyldu sinni umræddan sunnudag en kjósendur geta þurft að ferðast um langan veg í Massachussets til að kjósa. Þegar þau mættu á svæðið var ræðismaðurinn að yfirgefa svæðið, klukkan rétt orðin tvö. „Þá átti hann aðeins tvo kjörseðla eftir svo ég og fleiri sem komu á eftir okkur þurftum frá að hverfa,“ segir Arngrímur í bréfinu. Ræðismaðurinn hafði svör á reiðum höndum en að neðan er vísað í frásögn Arngríms. „Ræðismaðurinn sagði að hann ætti von á fleiri kjörseðlum á miðvikudeginum 26. október en að það væri allt í lagi ef við póstlegðum atkvæðin samdægurs (þau atkvæði sem voru greidd þann 23. póstlagði hann sjálfur að morgni mánudagsins 24., að því er hann segir). Guðbjörg Bjarnadóttir hjá utanríkisráðuneytinu sagði hins vegar Arngrími að þetta stæðist ekki. Ræðismaðurinn hefði nóg af kjörseðlum. Hann hefði bara ekki tekið þá alla með sér.Arngrímur Vídalín.Fannst svörin gruggug „Hann fullvissaði okkur ennfremur um að það væri dagsetningin á póststimplinum sem gilti, en ekki hvenær atkvæðin bærust, svo ef atkvæði væru póstlögð fyrir kjördag þá yrðu þau samt tekin gild þegar þau bærust. Þetta fannst okkur gruggugt svo við athuguðum málið og komumst að því að þetta var ekki rétt.“ Arngrímur segist hafa fengið þessar upplýsingar frá sendiráðinu í Washington DC. Hann hafi svo farið í múrbúð ræðismannsins á þriðjudag þar sem starfsmaður, sem ræðismaðurinn hafði þjálfað, tók á móti Arngrími. „Bæði hann (í síma) og starfsmaðurinn fullvissuðu mig um að pósthúsið í Woburn kæmi þessu til Íslands á tveim dögum, m.ö.o. yrði atkvæðið mitt komið til landsins á fimmtudegi og því yrði það ábyggilega komið til kjörstjórnar á föstudegi. Þegar komið var í pósthúsið reyndist það ekki vera rétt; pósturinn gat aðeins ábyrgst að atkvæðið yrði komið til Íslands klukkan 18 á föstudagskvöldi. Sama reyndist vera uppi á teningnum hjá FedEx sem kom í ljós að er sami aðili og hefði sent þetta fyrir pósthúsið í Woburn. Þessi þjónusta átti svo að kosta $89.“Ekki starfi sínu vaxinn Arngrímur er afar ósáttur við svör ræðismannsins en fleiri Íslendingar í Boston hafa borið honum illa söguna og langþreyttir á eltingarleik við ræðismanninn, kjörseðla hans og skýringar. Eftir að Arngrímur sendi bréf sitt til ráðuneytisins fékk hann símtal frá sendiráðinu í Washington DC þar sem honum var boðin aðstoð við að koma atkvæði sínu til landsins. Þar fékk hann um leið staðfest að ræðismaðurinn hafði ekki sagt sannleikann. Hann væri með nóg af kjörseðlum. „Svo ég fæ ekki betur séð en maðurinn sé að ljúga stöðugt að okkur. Það mætti halda að honum væri í mun að koma í veg fyrir að fólk kjósi hjá sér. Í það minnsta hefur hann minna en engan áhuga á skyldum sínum. Í ljósi alls þessa fannst mér leitt hvað Guðbjörg var stöðugt að bera í bætifláka fyrir hann í símanum. Það er gott að sendiráðið geri allt sem það getur til að koma atkvæðum okkar til skila, en það sér það hver sem er að þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn.“Uppfært klukkan 15:55 Arngrímur segir í samtali við Vísi að hann hafi að lokum sent atkvæði sitt með DHL sem kostaði hann 52 dollara eða um sex þúsund krónur. Vinur hans hafi tekið á móti atkvæðinu hér á landi og komið því á réttan stað. Hann hlær aðspurður um hvaða flokkur fái atkvæðið sem mikið hafi verið haft fyrir og segist ekki ætla að upplýsa það. Hann er enn ósáttur við ræðismanninn. „Ég heyrði í manneskju sem ætlaði að hitta hann úti á götu í Boston. Svo mætti hann ekki. Hann virðist hafa verið að forðast fólk,“ segir Arngrímur. Hann hafi verið aðstoðarræðismaður í tuttugu ár en það sé ekki að sjá á hans fyrsta ári sem ræðismaður.Bréf Arngríms til utanríkisráðuneytisins má sjá í heild hér að neðanTil utanríkisráðuneytis og ritara landskjörstjórnar, Vegna vinnubragða ræðismanns Íslands í Nýja-Englandi, James F. Gerrity III í Woburn, Massachusetts, er útlit fyrir að mörg atkvæði Íslendinga í komandi Alþingiskosningum muni ekki komast inn á borð kjörstjórnar í tæka tíð. Ræðismaðurinn gaf kjósendum kost á að hitta sig á tilteknum stað þann 23. október á sunnudegi, milli 1-3, og var þegar á leiðinni burt þegar við fjölskylda mín komum um klukkan 2. Þá átti hann aðeins tvo kjörseðla eftir svo ég og fleiri sem komu á eftir okkur þurftum frá að hverfa. Ræðismaðurinn sagði að hann ætti von á fleiri kjörseðlum á miðvikudeginum 26. október en að það væri allt í lagi ef við póstlegðum atkvæðin samdægurs (þau atkvæði sem voru greidd þann 23. póstlagði hann sjálfur að morgni mánudagsins 24., að því er hann segir). Hann fullvissaði okkur ennfremur um að það væri dagsetningin á póststimplinum sem gilti, en ekki hvenær atkvæðin bærust, svo ef atkvæði væru póstlögð fyrir kjördag þá yrðu þau samt tekin gild þegar þau bærust. Þetta fannst okkur gruggugt svo við athuguðum málið og komumst að því að þetta var ekki rétt. Ræðismaðurinn hélt því svo fram að þetta hefði sér verið tjáð af sendiráðinu í Washington. Vegna þrýstings í kjölfar þessa bárust kjörgögn nú í dag á þriðjudagsmorgni. Ég fór og kaus í múrbúð ræðismannsins en hitti ekki hann sjálfan, heldur hafði hann þjálfað starfsmann til að útskýra fyrir mér hvernig þetta gengi fyrir sig og hvar ég fyndi pósthúsið í Woburn. Bæði hann (í síma) og starfsmaðurinn fullvissuðu mig um að pósthúsið í Woburn kæmi þessu til Íslands á tveim dögum, m.ö.o. yrði atkvæðið mitt komið til landsins á fimmtudegi og því yrði það ábyggilega komið til kjörstjórnar á föstudegi. Þegar komið var í pósthúsið reyndist það ekki vera rétt; pósturinn gat aðeins ábyrgst að atkvæðið yrði komið til Íslands klukkan 18 á föstudagskvöldi. Sama reyndist vera uppi á teningnum hjá FedEx sem kom í ljós að er sami aðili og hefði sent þetta fyrir pósthúsið í Woburn. Þessi þjónusta átti svo að kosta $89. Nú hefur ræðismaðurinn tvisvar sagt mér og öðrum Íslendingum hér ósatt, en hver ber ábyrgðina á því að ekki næg kjörgögn voru til staðar veit ég á hinn bóginn ekki. Þessi alvarlegu glöp í starfi hafa vel líklega kostað mig og marga aðra þátttöku í þingkosningum. Ég lít þátttöku mína í lýðræðinu og í lýðræðislegum kosningum alvarlegum augum og geri þá kröfu að yfirvöld og embættismenn taki hana ekki síður alvarlega. Mér finnst ólíðandi hvernig að málum hefur verið staðið hér. Réttast væri að utanríkisþjónustan bætti upp fyrir þetta með því að taka við atkvæðum í Boston og koma þeim til Íslands með fyrsta flugi. Það er ekki hægt að ætlast til að kjósendur beri ábyrgð á að atkvæði þeirra komist til skila þegar þeir hafa í góðri trú fylgt ráðleggingum embættismanns sem starfar í þjónustu þeirra. Þetta klúður er því á ábyrgð utanríkisþjónustunnar. Ennfremur finnst mér tilefni til, í ljósi þess hversu illa hefur verið að málum staðið hér, að allt fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslna erlendis verði endurskoðað. Þetta þarf allt að vera skýrt og staðlað og nákvæmar upplýsingar um hvar, hvenær og hvernig hlutirnir eiga að vera gerðir. „Eftir samkomulagi“ er ófullnægjandi, að kjósa til Alþingis í flísadeild múrverslunar er ófullnægjandi. Jafnvel ef atkvæðið mitt kemst til skila, sem er svo stórt EF að ég næ ekki utan um það með kurteislegum orðum, þá mun ég seint geta fyrirgefið það fúsk sem framkvæmd þessara kosninga utankjörfundar hefur verið hérna í Nýja-Englandi. Mér finnst íslenska ríkið hafa lítilsvirt kosningarétt minn. Það er ekki góð tilfinning til að hafa lúrandi í maganum þegar talið verður upp úr kjörkössum á laugardaginn. Með vinsemd, Arngrímur Vídalín kjósandi í Reykjavík suður Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Íslendingar í Boston lentu sumir hverjir í tómu basli með að kjósa utan kjörfundar í kosningum til Alþingis. Eru þeir ósáttir við frammistöðu ræðismannsins í Nýja-Englandi og saka hann um lygar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Arngrímur Vídalín, kjósandi í Reykjavík suður sem búsettur er vestan hafs, sendi til Utanríkisráðuneytisins og ritara landskjörstjórnar. Sakar hann ræðismanninn um lygar sem hann hefur fengið staðfest í utanríkisráðuneytinu. Undir þetta tekur Sirrý Berndsen sem einnig lenti í vandræðum með að kjósa og kennir ræðismanninum um. Í hópnum Ísfólkið í Boston hafa Íslendingar á svæðinu kvartað yfir erfiðleikum við að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þannig var að ræðismaðurinn, James F. Gerrity III, bauð Íslendingum að kjósa á milli klukkan eitt og þrjú síðastliðinn sunnudag.Var á útleið þegar Arngrímur mætti Arngrímur hélt til fundar við ræðismanninn ásamt fjölskyldu sinni umræddan sunnudag en kjósendur geta þurft að ferðast um langan veg í Massachussets til að kjósa. Þegar þau mættu á svæðið var ræðismaðurinn að yfirgefa svæðið, klukkan rétt orðin tvö. „Þá átti hann aðeins tvo kjörseðla eftir svo ég og fleiri sem komu á eftir okkur þurftum frá að hverfa,“ segir Arngrímur í bréfinu. Ræðismaðurinn hafði svör á reiðum höndum en að neðan er vísað í frásögn Arngríms. „Ræðismaðurinn sagði að hann ætti von á fleiri kjörseðlum á miðvikudeginum 26. október en að það væri allt í lagi ef við póstlegðum atkvæðin samdægurs (þau atkvæði sem voru greidd þann 23. póstlagði hann sjálfur að morgni mánudagsins 24., að því er hann segir). Guðbjörg Bjarnadóttir hjá utanríkisráðuneytinu sagði hins vegar Arngrími að þetta stæðist ekki. Ræðismaðurinn hefði nóg af kjörseðlum. Hann hefði bara ekki tekið þá alla með sér.Arngrímur Vídalín.Fannst svörin gruggug „Hann fullvissaði okkur ennfremur um að það væri dagsetningin á póststimplinum sem gilti, en ekki hvenær atkvæðin bærust, svo ef atkvæði væru póstlögð fyrir kjördag þá yrðu þau samt tekin gild þegar þau bærust. Þetta fannst okkur gruggugt svo við athuguðum málið og komumst að því að þetta var ekki rétt.“ Arngrímur segist hafa fengið þessar upplýsingar frá sendiráðinu í Washington DC. Hann hafi svo farið í múrbúð ræðismannsins á þriðjudag þar sem starfsmaður, sem ræðismaðurinn hafði þjálfað, tók á móti Arngrími. „Bæði hann (í síma) og starfsmaðurinn fullvissuðu mig um að pósthúsið í Woburn kæmi þessu til Íslands á tveim dögum, m.ö.o. yrði atkvæðið mitt komið til landsins á fimmtudegi og því yrði það ábyggilega komið til kjörstjórnar á föstudegi. Þegar komið var í pósthúsið reyndist það ekki vera rétt; pósturinn gat aðeins ábyrgst að atkvæðið yrði komið til Íslands klukkan 18 á föstudagskvöldi. Sama reyndist vera uppi á teningnum hjá FedEx sem kom í ljós að er sami aðili og hefði sent þetta fyrir pósthúsið í Woburn. Þessi þjónusta átti svo að kosta $89.“Ekki starfi sínu vaxinn Arngrímur er afar ósáttur við svör ræðismannsins en fleiri Íslendingar í Boston hafa borið honum illa söguna og langþreyttir á eltingarleik við ræðismanninn, kjörseðla hans og skýringar. Eftir að Arngrímur sendi bréf sitt til ráðuneytisins fékk hann símtal frá sendiráðinu í Washington DC þar sem honum var boðin aðstoð við að koma atkvæði sínu til landsins. Þar fékk hann um leið staðfest að ræðismaðurinn hafði ekki sagt sannleikann. Hann væri með nóg af kjörseðlum. „Svo ég fæ ekki betur séð en maðurinn sé að ljúga stöðugt að okkur. Það mætti halda að honum væri í mun að koma í veg fyrir að fólk kjósi hjá sér. Í það minnsta hefur hann minna en engan áhuga á skyldum sínum. Í ljósi alls þessa fannst mér leitt hvað Guðbjörg var stöðugt að bera í bætifláka fyrir hann í símanum. Það er gott að sendiráðið geri allt sem það getur til að koma atkvæðum okkar til skila, en það sér það hver sem er að þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn.“Uppfært klukkan 15:55 Arngrímur segir í samtali við Vísi að hann hafi að lokum sent atkvæði sitt með DHL sem kostaði hann 52 dollara eða um sex þúsund krónur. Vinur hans hafi tekið á móti atkvæðinu hér á landi og komið því á réttan stað. Hann hlær aðspurður um hvaða flokkur fái atkvæðið sem mikið hafi verið haft fyrir og segist ekki ætla að upplýsa það. Hann er enn ósáttur við ræðismanninn. „Ég heyrði í manneskju sem ætlaði að hitta hann úti á götu í Boston. Svo mætti hann ekki. Hann virðist hafa verið að forðast fólk,“ segir Arngrímur. Hann hafi verið aðstoðarræðismaður í tuttugu ár en það sé ekki að sjá á hans fyrsta ári sem ræðismaður.Bréf Arngríms til utanríkisráðuneytisins má sjá í heild hér að neðanTil utanríkisráðuneytis og ritara landskjörstjórnar, Vegna vinnubragða ræðismanns Íslands í Nýja-Englandi, James F. Gerrity III í Woburn, Massachusetts, er útlit fyrir að mörg atkvæði Íslendinga í komandi Alþingiskosningum muni ekki komast inn á borð kjörstjórnar í tæka tíð. Ræðismaðurinn gaf kjósendum kost á að hitta sig á tilteknum stað þann 23. október á sunnudegi, milli 1-3, og var þegar á leiðinni burt þegar við fjölskylda mín komum um klukkan 2. Þá átti hann aðeins tvo kjörseðla eftir svo ég og fleiri sem komu á eftir okkur þurftum frá að hverfa. Ræðismaðurinn sagði að hann ætti von á fleiri kjörseðlum á miðvikudeginum 26. október en að það væri allt í lagi ef við póstlegðum atkvæðin samdægurs (þau atkvæði sem voru greidd þann 23. póstlagði hann sjálfur að morgni mánudagsins 24., að því er hann segir). Hann fullvissaði okkur ennfremur um að það væri dagsetningin á póststimplinum sem gilti, en ekki hvenær atkvæðin bærust, svo ef atkvæði væru póstlögð fyrir kjördag þá yrðu þau samt tekin gild þegar þau bærust. Þetta fannst okkur gruggugt svo við athuguðum málið og komumst að því að þetta var ekki rétt. Ræðismaðurinn hélt því svo fram að þetta hefði sér verið tjáð af sendiráðinu í Washington. Vegna þrýstings í kjölfar þessa bárust kjörgögn nú í dag á þriðjudagsmorgni. Ég fór og kaus í múrbúð ræðismannsins en hitti ekki hann sjálfan, heldur hafði hann þjálfað starfsmann til að útskýra fyrir mér hvernig þetta gengi fyrir sig og hvar ég fyndi pósthúsið í Woburn. Bæði hann (í síma) og starfsmaðurinn fullvissuðu mig um að pósthúsið í Woburn kæmi þessu til Íslands á tveim dögum, m.ö.o. yrði atkvæðið mitt komið til landsins á fimmtudegi og því yrði það ábyggilega komið til kjörstjórnar á föstudegi. Þegar komið var í pósthúsið reyndist það ekki vera rétt; pósturinn gat aðeins ábyrgst að atkvæðið yrði komið til Íslands klukkan 18 á föstudagskvöldi. Sama reyndist vera uppi á teningnum hjá FedEx sem kom í ljós að er sami aðili og hefði sent þetta fyrir pósthúsið í Woburn. Þessi þjónusta átti svo að kosta $89. Nú hefur ræðismaðurinn tvisvar sagt mér og öðrum Íslendingum hér ósatt, en hver ber ábyrgðina á því að ekki næg kjörgögn voru til staðar veit ég á hinn bóginn ekki. Þessi alvarlegu glöp í starfi hafa vel líklega kostað mig og marga aðra þátttöku í þingkosningum. Ég lít þátttöku mína í lýðræðinu og í lýðræðislegum kosningum alvarlegum augum og geri þá kröfu að yfirvöld og embættismenn taki hana ekki síður alvarlega. Mér finnst ólíðandi hvernig að málum hefur verið staðið hér. Réttast væri að utanríkisþjónustan bætti upp fyrir þetta með því að taka við atkvæðum í Boston og koma þeim til Íslands með fyrsta flugi. Það er ekki hægt að ætlast til að kjósendur beri ábyrgð á að atkvæði þeirra komist til skila þegar þeir hafa í góðri trú fylgt ráðleggingum embættismanns sem starfar í þjónustu þeirra. Þetta klúður er því á ábyrgð utanríkisþjónustunnar. Ennfremur finnst mér tilefni til, í ljósi þess hversu illa hefur verið að málum staðið hér, að allt fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslna erlendis verði endurskoðað. Þetta þarf allt að vera skýrt og staðlað og nákvæmar upplýsingar um hvar, hvenær og hvernig hlutirnir eiga að vera gerðir. „Eftir samkomulagi“ er ófullnægjandi, að kjósa til Alþingis í flísadeild múrverslunar er ófullnægjandi. Jafnvel ef atkvæðið mitt kemst til skila, sem er svo stórt EF að ég næ ekki utan um það með kurteislegum orðum, þá mun ég seint geta fyrirgefið það fúsk sem framkvæmd þessara kosninga utankjörfundar hefur verið hérna í Nýja-Englandi. Mér finnst íslenska ríkið hafa lítilsvirt kosningarétt minn. Það er ekki góð tilfinning til að hafa lúrandi í maganum þegar talið verður upp úr kjörkössum á laugardaginn. Með vinsemd, Arngrímur Vídalín kjósandi í Reykjavík suður
Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira