Innlent

Talninga-Tómas segir allt hafa gengið að óskum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allt hefur gengið að óskum hingað til á kjördegi í Reykjavíkurkjördæmi það sem af er degi. Þetta segir Tómas Hrafn Sveinsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík.

Kjörsókn hefur verið nokkuð minni en í kosningunum 2013 þótt hún hafi skánað eftir því sem liðið hefur á morguninn. Hann segist ekki vita hvað útskýri muninn en velta má fyrir sér hvort tímasetning kosninga hafi eitthvað um það að segja en alla jafna er kosið að vori.

Kjörseðillinn er óvenjustór í ár en Tómas telur að það ætti ekki að flækja málin hjá kjörstjórnum í dag. Talningarherbergi verða innsigluð klukkan 19 í kvöld og klukkan 22 hefst svo talning fyrir opnum dyrum. Fyrstu tölur í Reykjavík norður ættu að liggja fyrir á milli klukkan 22:30 og 23:00.

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×