Innlent

Árrisulir íbúar Hlíðanna mæta á kjörstað

Anton Egilsson skrifar
Fyrstu kjörstaðir landsins voru opnaðir klukkan níu í morgun og má búast við annasömum degi á kjörstöðum um land allt. Árrisulir íbúar Hlíðanna í Reykjavík létu ekki slæmt veður í morgunsárið á sig fá og voru mættir til kosninga í Hlíðarskóla á tíunda tímanum í morgun.

Kjörstaðir eru opnir til klukkan tíu í kvöld og eru allir að sjálfsögðu hvattir til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn.

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.

 


Tengdar fréttir

Veður gæti haft áhrif á úrslitin í kosningunum

Fjórflokkurinn gæti hagnast á slæmu veðri á kjördag að sögn stjórnmálafræðings. Kjörsókn ungs fólks gæti haft úrslitaáhrif á niðurstöðu alþingiskosninganna. Kjörsókn hefur farið minnkandi í síðustu fernum alþingiskosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×