Augu heimsins hvíla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:37 Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. Vísir/Óli Kr. Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós. Kosningar 2016 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós.
Kosningar 2016 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira