Vitlausasti tíminn til að kjósa Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015. Fjárlagafrumvarpið í ár verður lagt fram mun seinna en áður hefur tíðkast. Ráðuneytisstjórinn segir þó undirbúning ganga vel. vísir/gva Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira