Innlent

Oftast spurt hvern eigi að kjósa

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stjórnmálaflokkar sem leitað er að á Google.
Stjórnmálaflokkar sem leitað er að á Google.
Á síðustu sjö dögum hafa Íslendingar sem eru að fletta upp stjórnmálaflokkum með leitarvél Google oftast leitað að Pírötum.

Samkvæmt nýjum tölum frá Google leituðu 33 prósent þeirra sem voru að fletta upp stjórnmálaflokkum að Pírötum.

Næstflestir, eða 25 prósent, flettu upp Bjartri framtíð. Þriðji vinsælasti leitarkosturinn var Sjálfstæðisflokkurinn, sem 19 prósent flettu upp, en 13 prósent leituðu að leitarorðinu Samfylkingin.

Þegar kemur að frösum tengdum kosningunum er vinsælasti leitarfrasinn „hvern á ég að kjósa?“ Í öðru sæti er það svo „hvernig virka alþingiskosningar?“ og í því þriðja „í hvaða kjördæmi er ég?“ Íslendingar vilja einnig vita hvar kjörstaðir eru í Reykjavík og klukkan hvað þeir verða opnaðir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×