Algóritmarnir brengla raunveruleikaskynið Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 15:50 Illuga brá í brún þegar hann hitti Framsóknarmanninn í Laugardalslauginni. Niðurstaða komandi kosninga mun koma flestum óþægilega á óvart. Ástæðan er sú að algóritmarnir á Facebook halda að okkur tiltekinni mynd sem er líkast til ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. En, fyrst lítil saga: Illugi Jökulsson rithöfundur varð fyrir áfalli í gær. Illugi er mjög virkur og vinsæll á Facebook og hefur þar, auk pistlaskrifa í Stundinni, meðal annars verið ólatur við að benda á verk ríkisstjórnarflokkanna sem honum þykir til marks um spillingu. Illugi fór í Laugardalslaugina og lýsir upplifun sem hann varð fyrir þar. „Í Laugardalslauginni rétt áðan: Maður sagði við mann: „Jæja, búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?“ „Held það nú,“ sagði hinn, „auðvitað Framsóknarflokkinn. Það er engum treystandi nema honum.“ Þetta var maður á rúmlega miðjum aldri, snaggaralegur og dugmikill að sjá, alveg óvitlaus í ofanálag, sýndist mér. Hann bætti við: „Þetta var eini flokkurinn sem barðist eins og ljón gegn þessum útrásarvíkingum krataræflanna, og þurfti svo að berjast aftur við að koma okkur á réttan kjöl eftir að Jóhanna og Steingrímur höfðu komið okkur svona líka á kaldan klaka. Þar var Bjarni nú reyndar betri en enginn. Ég kann vel við Bjarna. Það var örugglega ekki heiglum hent að rétta við ríkissjóð eftir að þau tvö aumingjarnir höfðu komið honum í skítinn. Já, Bjarni er líka ágætur.“ Ég ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði. Loks gekk ég grátandi burt. Það var ekkert annað hægt.“Illugi: Ég ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði. Loks gekk ég grátandi burt. Það var ekkert annað hægt.Eflaust færir rithöfundurinn í stílinn en ljóst að honum er brugðið. Hvernig gat nokkur maður verið svo óupplýstur, að hans mati? Og hvers vegna brá Illuga svo mjög? Viðhorf hins blaðbeitta Framsóknarmanns voru algerlega á skjön við hans veruleika. Og það er heila málið.Að staðfesta fyrirfram gefnar skoðanirFlest gerum við okkur grein fyrir því að Facebook nánast matar okkur á því sem við sjáum þar. Þetta er stærra í sniðum en flestir gera sér grein fyrir. Kenningar eru til um að fólk sjái bara það sem það vill sjá og það lesi helst bara það staðfestir eða réttlæta þær skoðanir sem það hefur þegar mótað sér. Orðatiltækið „Preaching to the choir“ gengur út á þetta, þýðir að sannfæra einhvern sem þegar er sannfærður. Út frá þessu vinnur Facebook og notar til þess svokallaða algóriþma. Þar sem hegðun hvers notanda er skráð, upplýsingar sem svo eru notaðar til að beinir helst aðeins því að honum sem Facebook ætlar að sé viðkomandi hugnanlegt. Þetta þýðir auðvitað það að andstæð sjónarmið mega sín lítils og þeir á Facebook eru umkringdir og umvafðir skoðanabræðrum sínum og systrum.Þegar Sturlu og hans fólki brá í brúnNýlegt dæmi má finna úr síðustu forsetakosningum. Niðurstöðurnar komu stuðningsmönnum Sturlu Jónssonar og honum sjálfum í opna skjöldu og voru ekki í nokkru nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann studdu. Og ýmsir töldu hreinlega maðk í mysunni.Sturla var fulltrúi lítilmagnans í samfélaginu í síðustu forsetakosningum og þau fengu miklu færri atkvæði en þau áttu von á.visir/anton brinkSturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu. Og könnunum sem þar hafa birst.Ógnin í algóriþmunumMargir bundu vonir við það að upplýsingasamfélagið sem fylgir netinu muni hafa mikil og jákvæð áhrif á lýðræðið; betur upplýstur almenningur muni taka virkari þátt í allri ákvarðanatöku með beinum hætti. En ýmsir sjá í upplýsingastreyminu ógn fremur en að það megi verða til umbóta. Einn helsti heimildakvikmyndagerðarmaður dagsins í dag, Adam Curtis, hefur fjallað um þetta fyrirbæri og fullyrðir Curtis að algóritmarnir beinlínis vinni að því að viðhalda kerfinu; verja veldi stórfyrirtækja og þeirra hinna ríku.Ekkert breytistGunnar Smári Egilsson ritstjóri er einn þeirra sem rýnir ákaft í skoðanakannanir og hefur stærðfræðigáfuna til að kunna að lesa úr þeim. Hann er óspar á útlistanir sínar á Facebook. Í gær bar hann saman nýlegar skoðanakannanir við þær sem birtust fyrir réttu ári. Miðað við það sem að okkur er haldið á Facebook, hvar skoðanabræður okkar og systur eru þau einu sem sjást, kann niðurstaðan að koma á óvart: „Jæja, smá einskis nýtur fróðleikur: Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru með sama fylgi í nýjustu MMR könnun og fyrir réttu ári. Rosa mikið búið að gerast, en samt ekki neitt. Ekki hjá gamla hægrinu.Gunnar Smári: Rosa mikið búið að gerast, en samt ekki neitt.Hjá gamla vinstrinu hefur VG tekið 4 prósentustig af Samfylkingunni. Samanlagt er fylgið óbreytt. Og hjá nýflokknum hafa Píratar misst 15 prósentustig; Viðreisn tók 9, Björt framtíð 2,5 og Flokkur fólksins 3,5. En samanlagt er nýflokkurinn með sama fylgi og fyrir ári.“Berrassaði FramsóknarmaðurinnÁ sama hátt og algóritmarnir, ef marka má Curtis, viðhalda ríkjandi ástandi sem snýst um að verja stöðu stórfyrirtækja og kapítalsins þá viðhalda þeir einnig stöðu flokkanna í stórum dráttum. Þeir sem studdu flokkana styðja þá áfram því þeir sjá aðeins það sem frá þeim kemur. Algóritmarnir blekkja hins vegar þá sem eiga skoðanabræður í umbótasinnuðu fólki. Þeir þiggja raunveruleikaskyn sitt af þeirri mynd sem blasir við á samfélagsmiðlunum. Myndin sem þar birtist er sú að allir séu á einu máli um að nú sé tímabært að breyta. En, sú mynd gerir ekki ráð fyrir berrössuðum glaðbeittum Framsóknarmanni í sturtu í Laugardalslauginni. Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Niðurstaða komandi kosninga mun koma flestum óþægilega á óvart. Ástæðan er sú að algóritmarnir á Facebook halda að okkur tiltekinni mynd sem er líkast til ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. En, fyrst lítil saga: Illugi Jökulsson rithöfundur varð fyrir áfalli í gær. Illugi er mjög virkur og vinsæll á Facebook og hefur þar, auk pistlaskrifa í Stundinni, meðal annars verið ólatur við að benda á verk ríkisstjórnarflokkanna sem honum þykir til marks um spillingu. Illugi fór í Laugardalslaugina og lýsir upplifun sem hann varð fyrir þar. „Í Laugardalslauginni rétt áðan: Maður sagði við mann: „Jæja, búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?“ „Held það nú,“ sagði hinn, „auðvitað Framsóknarflokkinn. Það er engum treystandi nema honum.“ Þetta var maður á rúmlega miðjum aldri, snaggaralegur og dugmikill að sjá, alveg óvitlaus í ofanálag, sýndist mér. Hann bætti við: „Þetta var eini flokkurinn sem barðist eins og ljón gegn þessum útrásarvíkingum krataræflanna, og þurfti svo að berjast aftur við að koma okkur á réttan kjöl eftir að Jóhanna og Steingrímur höfðu komið okkur svona líka á kaldan klaka. Þar var Bjarni nú reyndar betri en enginn. Ég kann vel við Bjarna. Það var örugglega ekki heiglum hent að rétta við ríkissjóð eftir að þau tvö aumingjarnir höfðu komið honum í skítinn. Já, Bjarni er líka ágætur.“ Ég ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði. Loks gekk ég grátandi burt. Það var ekkert annað hægt.“Illugi: Ég ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði. Loks gekk ég grátandi burt. Það var ekkert annað hægt.Eflaust færir rithöfundurinn í stílinn en ljóst að honum er brugðið. Hvernig gat nokkur maður verið svo óupplýstur, að hans mati? Og hvers vegna brá Illuga svo mjög? Viðhorf hins blaðbeitta Framsóknarmanns voru algerlega á skjön við hans veruleika. Og það er heila málið.Að staðfesta fyrirfram gefnar skoðanirFlest gerum við okkur grein fyrir því að Facebook nánast matar okkur á því sem við sjáum þar. Þetta er stærra í sniðum en flestir gera sér grein fyrir. Kenningar eru til um að fólk sjái bara það sem það vill sjá og það lesi helst bara það staðfestir eða réttlæta þær skoðanir sem það hefur þegar mótað sér. Orðatiltækið „Preaching to the choir“ gengur út á þetta, þýðir að sannfæra einhvern sem þegar er sannfærður. Út frá þessu vinnur Facebook og notar til þess svokallaða algóriþma. Þar sem hegðun hvers notanda er skráð, upplýsingar sem svo eru notaðar til að beinir helst aðeins því að honum sem Facebook ætlar að sé viðkomandi hugnanlegt. Þetta þýðir auðvitað það að andstæð sjónarmið mega sín lítils og þeir á Facebook eru umkringdir og umvafðir skoðanabræðrum sínum og systrum.Þegar Sturlu og hans fólki brá í brúnNýlegt dæmi má finna úr síðustu forsetakosningum. Niðurstöðurnar komu stuðningsmönnum Sturlu Jónssonar og honum sjálfum í opna skjöldu og voru ekki í nokkru nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann studdu. Og ýmsir töldu hreinlega maðk í mysunni.Sturla var fulltrúi lítilmagnans í samfélaginu í síðustu forsetakosningum og þau fengu miklu færri atkvæði en þau áttu von á.visir/anton brinkSturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu. Og könnunum sem þar hafa birst.Ógnin í algóriþmunumMargir bundu vonir við það að upplýsingasamfélagið sem fylgir netinu muni hafa mikil og jákvæð áhrif á lýðræðið; betur upplýstur almenningur muni taka virkari þátt í allri ákvarðanatöku með beinum hætti. En ýmsir sjá í upplýsingastreyminu ógn fremur en að það megi verða til umbóta. Einn helsti heimildakvikmyndagerðarmaður dagsins í dag, Adam Curtis, hefur fjallað um þetta fyrirbæri og fullyrðir Curtis að algóritmarnir beinlínis vinni að því að viðhalda kerfinu; verja veldi stórfyrirtækja og þeirra hinna ríku.Ekkert breytistGunnar Smári Egilsson ritstjóri er einn þeirra sem rýnir ákaft í skoðanakannanir og hefur stærðfræðigáfuna til að kunna að lesa úr þeim. Hann er óspar á útlistanir sínar á Facebook. Í gær bar hann saman nýlegar skoðanakannanir við þær sem birtust fyrir réttu ári. Miðað við það sem að okkur er haldið á Facebook, hvar skoðanabræður okkar og systur eru þau einu sem sjást, kann niðurstaðan að koma á óvart: „Jæja, smá einskis nýtur fróðleikur: Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru með sama fylgi í nýjustu MMR könnun og fyrir réttu ári. Rosa mikið búið að gerast, en samt ekki neitt. Ekki hjá gamla hægrinu.Gunnar Smári: Rosa mikið búið að gerast, en samt ekki neitt.Hjá gamla vinstrinu hefur VG tekið 4 prósentustig af Samfylkingunni. Samanlagt er fylgið óbreytt. Og hjá nýflokknum hafa Píratar misst 15 prósentustig; Viðreisn tók 9, Björt framtíð 2,5 og Flokkur fólksins 3,5. En samanlagt er nýflokkurinn með sama fylgi og fyrir ári.“Berrassaði FramsóknarmaðurinnÁ sama hátt og algóritmarnir, ef marka má Curtis, viðhalda ríkjandi ástandi sem snýst um að verja stöðu stórfyrirtækja og kapítalsins þá viðhalda þeir einnig stöðu flokkanna í stórum dráttum. Þeir sem studdu flokkana styðja þá áfram því þeir sjá aðeins það sem frá þeim kemur. Algóritmarnir blekkja hins vegar þá sem eiga skoðanabræður í umbótasinnuðu fólki. Þeir þiggja raunveruleikaskyn sitt af þeirri mynd sem blasir við á samfélagsmiðlunum. Myndin sem þar birtist er sú að allir séu á einu máli um að nú sé tímabært að breyta. En, sú mynd gerir ekki ráð fyrir berrössuðum glaðbeittum Framsóknarmanni í sturtu í Laugardalslauginni.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira