Erlent

Segja Clinton vilja Biden í embætti utanríkisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden og Hillary Clinton á kosningafundi í ágúst.
Joe Biden og Hillary Clinton á kosningafundi í ágúst. Vísir/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton vill fá núverandi varaforseta, Joe Biden, til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni, verði hún kjörin forseti í kosningunum sem fram fara 8. nóvember.

Politico greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan kosningaliðs Clinton.

Segja þeir að Clinton og hennar fólk verji miklum tíma í að finna leiðir til að sannfæra Biden um að taka verkið að sér.

Í frétt Politico kemur fram að hvorki Clinton né samstarfsmenn hennar hafi nefnt hugmyndina við Biden sjálfan, heldur leggi mikið púður í að hanna uppleggið hvernig skuli nálgast Biden með hugmyndina.

Biden var formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings áður en hann tók við embætti varaforseta árið 2009.


Tengdar fréttir

Forskot Clinton komið í 12 prósent

Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar.

Colin Powell styður Hillary Clinton

Colin Powell bætist þar með í fjölmennan hóp nafntogaðra Repúblikana sem hafa greint frá því að þeir muni ekki styðja Donald Trump í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×