Saka Eygló um blekkingarleik af verstu gerð Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 09:57 Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13