Getur enn fengið gullskóinn í Svíþjóð þrátt fyrir að spila núna í allt öðru landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 09:00 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira