Innlent

Píratar falla frá kröfunni um stutt kjörtímabil

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy
Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy Vísir/FRIÐRIK ÞÓR
Píratar eru tilbúnir til þess að falla frá kröfu sinni um að næsta kjörtímabil verði styttra en hefðbundið er. Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“geri styttra kjörtímabil óraunhæft.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Pírötum. Höfðu þau áður sett fram þá kröfu að eftir kosningar ætti að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og að kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár.

Píratar hafa undanfarnar vikur fundað með formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna, VG, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar vegna mögulegs stjórnarsamstarfs að loknum kosningum. Gáfu þau út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem formennirnir telja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum.

Í yfirlýsingu Pírata segir að skýr samstaða hafi verið á milli flokkanna um áherslumál og nú sé búið að tryggja kjósendum skýra valkosti fyrir kosningarnar. Því sé flokkurinn reiðubúinn til þess að „gera málamiðlun um lengd kjörtímabilsins. Rökin eru þau, að þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um gætu tekið lengri tíma en svo að styttra kjörtímabil væri raunhæft.“


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil

Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×