Lilja Alfreðs: „Týpískt, við vorum að tala um jafnrétti. Þetta er ekki hægt!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2016 16:32 Lilja Alfreðsdóttir greip boltann á lofti þegar gestur úr sal ákvað að beina spurningu sinni frekar til Bjarna en hennar, sem hefði þó reynslu úr Seðlabankanum. Hátt var hlegið á þingi ASÍ í dag þar sem formenn og fulltrúar þeirra flokka sem mælast með fulltrúa á þingi sátu fyrir svörum eftir að gestur úr sal valdi að beina spurningu sinni um stöðugleika frekar til Bjarna Benediktssonar en Lilju Daggar Alfreðsdóttur. Spurningin kom í kjölfar þess að fulltrúar flokkanna voru spurðir út í kynbundinn launamun. „Hversu mikilvægt teljið þið að útrýma kynbundnum launamun, og ef svo er hvað teljið þið ásættanlegt að það taki mörg ár til viðbótar?“ spurði Helga Ingólfsdóttir, stjórnarmaður í VR. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðislfokksins.vísir/stefán Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki hafa hitt neinn einstakling sem væri mótfallinn sömu launum til kynjanna fyrir sömu störf. Alþingi væri ekki vandamálið heldur atvinnulífið. Jafnréttisstofa gæti kallað eftir gögnum frá hverju einasta fyrirtæki. Það þurfi að fara inn í hvert einasta fyrirtæki og velta við steinum. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík Norður, sagði launamuninn algjörlega óþolandi og tíma til að útrýma þessu, enda komið árið 2016. Hann vill skylda öll fyrirtæki og stofnanir til að fara í jafnlaunavottun árlega og það yrði fyrsta mál Viðreisnar á nýju þingi. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata.vísir/anton brink Skraut og 200 ár Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík Suður, tók undir með Þorsteini. Taka þyrfti konur alvarlega, ekki síður ungar konur og læra að hlusta á konur. Vandamálið væri samfélagslegt og líta þyrfti inn á við. Þá þyrfti að kalla á eftir fólki þegar það kallaði konur skraut. Það væri ekki í boði. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði konur vera að missa þolinmæðina. Það væru ekki bara laun þar sem munurinn væri heldur ekki síður í eftirlaunum. Ríkið þyrfti að stíga inn í og búa til hvata til að ástandið yrði ekki það sama eftir 50, 100 eða 200 ár. Þórunn Pétursdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi, sagðist ekki hafa tölu hve oft hún hefði rekið sig upp í launaþakið. Óþolandi væri að hugsa til þess að vandamálið væri ekki úr sögunni og snerti dætur, dætur þeirra og þar fram eftir götunum. „Þessu þarf að breyta sem fyrst, og kúltúrnum líka,“ sagði Þórunn. Þar dygði ekki eitt strik í ráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Áhrif launaleyndar Katrín Jakobsdóttir minnti á launaleyndina og hve mikil áhrif leyndin hefði á muninn. Miklu meira gagnsæi þyrfti. Hann leyndist alls staðar og ótrúlegt væri hve seigfljótandi kerfið væri þegar breytingar væru annars vegar. Jafnréttismenntun hefði ekki farið inn í námsskrá fyrr en árið 2011. Lilja Alfreðsdóttir sagðist hafa farið með sjö ára dóttur sína á Austurvöll á Kvennafrídaginn. Hún hefði útskýrt launamuninn fyrir henni á þann hátt hvernig henni fyndist ef hún fengi einn límmiða en strákar tvo. Hún vildi strax brýna fyrir dóttur sinni að hún þurfi að berjast fyrri sínu. Þá minnti hún á ábyrgð stjórnenda, í utanríkisráðuneytinu hefði hún kannað launamun og hann væri ekki til staðar með tilliti til kynjanna. „Stjórnendur þurfa að taka á þessu sjálfir.“ Næsta spurning úr sal sneri að stöðugleika, hverju mætti þakka hann og hvernig honum yrði viðhaldið. Krafa launþeganna væri að líta til norrænna fyrirmynda. Spurningunni var beint til fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Bjarna og Lilju. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.Vísir/Stefán Sigmar Guðmundsson, sem stýrði umræðum, bað hann um að velja annan til að svara spurningum til að spara tíma. Raunar var Sigmar að gera átak í þeim efnum að stytta orð fulltrúanna og láta spyrla velja svaranda svo allir þyrftu ekki að taka til máls.Aðspurður hvort hann ætlaði að spyrja Bjarna eða Lilju svaraði spyrillinn:„Bara Bjarna þá.“Lilja greip boltann á lofti: „Týpískt, við vorum að tala um jafnrétti. Þetta er ekki hægt!“Fólk í salnum hló og fulltrúar flokkanna sömuleiðis. Sigmar bað Bjarna um að svara spurningunni og Bjarni svaraði að bragði: „Hvað ert þú að gera hérna?“ og vísaði til þess að karl hefði verið valinn til að stýra fundinum en ekki kona. Kosningar 2016 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Hátt var hlegið á þingi ASÍ í dag þar sem formenn og fulltrúar þeirra flokka sem mælast með fulltrúa á þingi sátu fyrir svörum eftir að gestur úr sal valdi að beina spurningu sinni um stöðugleika frekar til Bjarna Benediktssonar en Lilju Daggar Alfreðsdóttur. Spurningin kom í kjölfar þess að fulltrúar flokkanna voru spurðir út í kynbundinn launamun. „Hversu mikilvægt teljið þið að útrýma kynbundnum launamun, og ef svo er hvað teljið þið ásættanlegt að það taki mörg ár til viðbótar?“ spurði Helga Ingólfsdóttir, stjórnarmaður í VR. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðislfokksins.vísir/stefán Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki hafa hitt neinn einstakling sem væri mótfallinn sömu launum til kynjanna fyrir sömu störf. Alþingi væri ekki vandamálið heldur atvinnulífið. Jafnréttisstofa gæti kallað eftir gögnum frá hverju einasta fyrirtæki. Það þurfi að fara inn í hvert einasta fyrirtæki og velta við steinum. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík Norður, sagði launamuninn algjörlega óþolandi og tíma til að útrýma þessu, enda komið árið 2016. Hann vill skylda öll fyrirtæki og stofnanir til að fara í jafnlaunavottun árlega og það yrði fyrsta mál Viðreisnar á nýju þingi. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata.vísir/anton brink Skraut og 200 ár Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík Suður, tók undir með Þorsteini. Taka þyrfti konur alvarlega, ekki síður ungar konur og læra að hlusta á konur. Vandamálið væri samfélagslegt og líta þyrfti inn á við. Þá þyrfti að kalla á eftir fólki þegar það kallaði konur skraut. Það væri ekki í boði. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði konur vera að missa þolinmæðina. Það væru ekki bara laun þar sem munurinn væri heldur ekki síður í eftirlaunum. Ríkið þyrfti að stíga inn í og búa til hvata til að ástandið yrði ekki það sama eftir 50, 100 eða 200 ár. Þórunn Pétursdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi, sagðist ekki hafa tölu hve oft hún hefði rekið sig upp í launaþakið. Óþolandi væri að hugsa til þess að vandamálið væri ekki úr sögunni og snerti dætur, dætur þeirra og þar fram eftir götunum. „Þessu þarf að breyta sem fyrst, og kúltúrnum líka,“ sagði Þórunn. Þar dygði ekki eitt strik í ráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Áhrif launaleyndar Katrín Jakobsdóttir minnti á launaleyndina og hve mikil áhrif leyndin hefði á muninn. Miklu meira gagnsæi þyrfti. Hann leyndist alls staðar og ótrúlegt væri hve seigfljótandi kerfið væri þegar breytingar væru annars vegar. Jafnréttismenntun hefði ekki farið inn í námsskrá fyrr en árið 2011. Lilja Alfreðsdóttir sagðist hafa farið með sjö ára dóttur sína á Austurvöll á Kvennafrídaginn. Hún hefði útskýrt launamuninn fyrir henni á þann hátt hvernig henni fyndist ef hún fengi einn límmiða en strákar tvo. Hún vildi strax brýna fyrir dóttur sinni að hún þurfi að berjast fyrri sínu. Þá minnti hún á ábyrgð stjórnenda, í utanríkisráðuneytinu hefði hún kannað launamun og hann væri ekki til staðar með tilliti til kynjanna. „Stjórnendur þurfa að taka á þessu sjálfir.“ Næsta spurning úr sal sneri að stöðugleika, hverju mætti þakka hann og hvernig honum yrði viðhaldið. Krafa launþeganna væri að líta til norrænna fyrirmynda. Spurningunni var beint til fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Bjarna og Lilju. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.Vísir/Stefán Sigmar Guðmundsson, sem stýrði umræðum, bað hann um að velja annan til að svara spurningum til að spara tíma. Raunar var Sigmar að gera átak í þeim efnum að stytta orð fulltrúanna og láta spyrla velja svaranda svo allir þyrftu ekki að taka til máls.Aðspurður hvort hann ætlaði að spyrja Bjarna eða Lilju svaraði spyrillinn:„Bara Bjarna þá.“Lilja greip boltann á lofti: „Týpískt, við vorum að tala um jafnrétti. Þetta er ekki hægt!“Fólk í salnum hló og fulltrúar flokkanna sömuleiðis. Sigmar bað Bjarna um að svara spurningunni og Bjarni svaraði að bragði: „Hvað ert þú að gera hérna?“ og vísaði til þess að karl hefði verið valinn til að stýra fundinum en ekki kona.
Kosningar 2016 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira