Gunnar Bragi: „Mér urðu á smávægileg mistök“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. október 2016 16:31 Gunnar Bragi er ánægður með nýja stjórn Matís. Vísir/Stefán „Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00