Innlent

Leið­­togar stjórn­­mála­­flokkanna takast á í kosninga­þætti Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Síðasti kosningaþáttur Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar verður í beinni og opinni dagskrá klukkan 19:10 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson fær leiðtoga flokkanna til að sitja fyrir svörum um helstu átaka- og stefnumálin.

Við birtum einnig síðustu könnun okkar á fylgi flokkanna áður en kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi flokkanna í könnunum fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem og annarra könnunarfyrirtækja á undanförnum vikum, en stöðugt fleiri hafa gert upp hug sinn eftir því sem kjördagur nálgast.

Í könnun kvöldsins koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En könnuninni sem við birtum í kvöld var úrtakið óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent.

Í þáttinn mæta Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé. Katrín Jakobsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson.

Uppfært klukkan 20.40. Útsendingunni er nú lokið en hægt er að nálgast upptöku af þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×