„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 12:37 „Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49