Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 11:36 Það verður frekar leiðinlegt veður á kjördag en það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að kjósendur komist á kjörstað. Vísir/GVA Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35