Innlent

Hvar áttu að kjósa á laugardaginn?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir en flestir kjörstaðir opna klukkan 9 á laugardagsmorgun.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir en flestir kjörstaðir opna klukkan 9 á laugardagsmorgun. vísir/valli
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um verður kosið til Alþingis næstkomandi laugardag, þann 29. október.

Það þarf að huga að ýmsu áður en farið er á kjörstað. Maður þarf til dæmis að gera upp við sig hvað maður ætlar að kjósa og svo þarf að finna til gild skilríki til að taka með sér á kjörstað en eitt af lykilatriðunum er einmitt að vita hvar maður á að kjósa og í hvaða kjördeild.

Sjá einnig: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook

Nú stendur yfir utankjörfundaratkvæðagreiðsla en á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Perlunni. Þar er opið frá klukkan 10 til 22 og á kjördag verður einnig opið í Perlunni milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um utankjörfund má nálgast hér.

Á sjálfan kjördag opna kjörstaðir síðan um allt land, flestir klukkan 9, en samkvæmt reglum skulu þeir opnaðir á bilinu 9 til 12. Þá skal þeim lokað eigi síðar en klukkan 22.

Hér er hægt að fletta upp nákvæmlega í hvaða kjördæmi maður er á kjörskrá, hvar kjörstaðurinn manns er og í hvaða kjördeild maður kýs. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna á kjördag má svo nálgast hér.


Tengdar fréttir

Tveir utanþingsráðherrar í framboði

Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×