Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur. Gistiskýlið er fyrsti móttökustaður hælisleitenda sem koma hingað án maka og barna og mun hýsa allt að 75 manns. Þeir sem þar dvelja eru í fullu fæði. vísir/Anton Brink Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira