Kári Árna: Gefur mér mikið að leiða þetta lið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 20:00 Kári Árnason bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum á leiktíðinni er Malmö varð meistari. vísir/getty „Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
„Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57