Fótbolti

Lömdu leikmann HamKam í höfuðið með hamri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Semou í leik með Bröndby.
Semou í leik með Bröndby.
Tveir meðlimir Hells Angels hafa verið handteknir fyrir að ganga í skrokk á leikmanni norska liðsins HamKam.

Leikmaðurinn sem varð fyrir árásinni heitir Franck Semou en ráðist var á hann er hann var á leið heim af æfingu. Höfuðkúpa Semou er brákuð eftir árásina.

Annar árásarmannanna meintu var handtekinn í Svíþjóð en hinn í Danmörku.

Lögreglan er að rannsaka málið og vill ekkert gefa upp um ástæður þess að ráðist var á Semou sem hefur leikið vel fyrir HamKam í 2. deildinni en mun ekki spila meira á leiktíðinni.

Semou er 25 ára gamall Dani og ólst upp hjá Hvidovre. Hann lék með Bröndby frá 2010 til 2014. Hann gekk í raðir HamKam fyrr á þessu ári. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×