Erfitt að standa við loforðin Hafliði Helgason skrifar 26. október 2016 00:00 Fyrir þó ekki væri nema tveimur árum hefði fáa órað fyrir því að vandamál íslenskrar hagstjórnar ættu eftir að snúast um að hemja gjaldeyristekjur þjóðarinnar og verja útflutningsgreinar fyrir styrkingu gjaldmiðilsins. Krónan hefur styrkst verulega undanfarin misseri og ekkert fyrirsjáanlegt lát á. Hagvöxtur er með ágætum og slakinn er horfinn úr hagkerfinu. Atvinnuleysi er horfið og á næstu misserum verður vaxandi þörf fyrir innflutt vinnuafl. Svigrúm ríkisins til framkvæmda verður lítið á sama tíma og aukinn ferðamannastraumur kallar á innviðaframkvæmdir. Í Markaðnum í dag er fjallað um stöðu hagkerfisins, en þar er einnig að finna grein eftir Lars Christensen þar sem hann segir að markaðir geri ráð fyrir því að stjórnmálamenn standi ekki við loforð sín. Ef þeir geri það þá verði ríkisskuldakreppa. Þetta er ágæt ábending. Orðheldni er vissulega dyggð og kjósendur geta sumpart sjálfum sér um kennt að hlaupa á eftir loforðum sem enginn vegur er að standa við. Því miður hefur það oftar en ekki reynst þannig að skynsömustu og orðvörustu stjórnmálamennirnir fá lítinn hljómgrunn. Staðan sem blasir við mun krefjast þess að haldið sé aftur af útgjöldum ríkisins. Núverandi áætlun um ríkisfjármál er of slök og ekki skánar það ef ný ríkisstjórn hyggst gera allt fyrir alla. Enn sem komið er þá hafa skuldir heimila verið að lækka og einkaneyslan fer hægar af stað en hagfræðingar bjuggust við. Vísbendingar eru um að einkaneysla fari nú hratt vaxandi. Þá má heldur ekki gleyma þegar horft er til lækkandi skuldastöðu heimila að margt ungt fólk hefur ekki haft tök á að kaupa sér fyrstu íbúð með tilheyrandi skuldsetningu. Óstjórn í ríkisfjármálum mun þýða að Seðlabankinn á engan kost annan en að hækka vexti og hemja hagkerfið með þeim hætti. Það mun vitanlega bitna harðast á þeim sem skulda mest. Þarna verður ekki bæði sleppt og haldið. Ójafnvægi í hagkerfinu með styrkingu krónu og aukningu kaupmáttar umfram raunverulega getu hagkerfisins mun bitna á nýsköpun í hagkerfinu og verðmætasköpun í framtíðinni. Ríkið og aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að því að koma á norrænu módeli við gerð kjarasamninga. Það væri mikið þroskamerki í samfélaginu ef hægt væri að lenda slíku samkomulagi sem héldi. Einnig ætti komandi ríkisstjórn að nýta uppsveifluna til að greiða skuldir og búa í haginn fyrir framtíðina. Uppsveifla gefur líka tækifæri til að ljúka því verki að jafna lífeyrisréttindi og að opinberir aðilar lækki verulega skuldbindingar sínar við opinbera lífeyriskerfið. Líklegt er að þegar þessari hagsveiflu lýkur verði fleiri tilbúnir til að ræða framtíðarskipan gjaldmiðilsmála en raunin er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir þó ekki væri nema tveimur árum hefði fáa órað fyrir því að vandamál íslenskrar hagstjórnar ættu eftir að snúast um að hemja gjaldeyristekjur þjóðarinnar og verja útflutningsgreinar fyrir styrkingu gjaldmiðilsins. Krónan hefur styrkst verulega undanfarin misseri og ekkert fyrirsjáanlegt lát á. Hagvöxtur er með ágætum og slakinn er horfinn úr hagkerfinu. Atvinnuleysi er horfið og á næstu misserum verður vaxandi þörf fyrir innflutt vinnuafl. Svigrúm ríkisins til framkvæmda verður lítið á sama tíma og aukinn ferðamannastraumur kallar á innviðaframkvæmdir. Í Markaðnum í dag er fjallað um stöðu hagkerfisins, en þar er einnig að finna grein eftir Lars Christensen þar sem hann segir að markaðir geri ráð fyrir því að stjórnmálamenn standi ekki við loforð sín. Ef þeir geri það þá verði ríkisskuldakreppa. Þetta er ágæt ábending. Orðheldni er vissulega dyggð og kjósendur geta sumpart sjálfum sér um kennt að hlaupa á eftir loforðum sem enginn vegur er að standa við. Því miður hefur það oftar en ekki reynst þannig að skynsömustu og orðvörustu stjórnmálamennirnir fá lítinn hljómgrunn. Staðan sem blasir við mun krefjast þess að haldið sé aftur af útgjöldum ríkisins. Núverandi áætlun um ríkisfjármál er of slök og ekki skánar það ef ný ríkisstjórn hyggst gera allt fyrir alla. Enn sem komið er þá hafa skuldir heimila verið að lækka og einkaneyslan fer hægar af stað en hagfræðingar bjuggust við. Vísbendingar eru um að einkaneysla fari nú hratt vaxandi. Þá má heldur ekki gleyma þegar horft er til lækkandi skuldastöðu heimila að margt ungt fólk hefur ekki haft tök á að kaupa sér fyrstu íbúð með tilheyrandi skuldsetningu. Óstjórn í ríkisfjármálum mun þýða að Seðlabankinn á engan kost annan en að hækka vexti og hemja hagkerfið með þeim hætti. Það mun vitanlega bitna harðast á þeim sem skulda mest. Þarna verður ekki bæði sleppt og haldið. Ójafnvægi í hagkerfinu með styrkingu krónu og aukningu kaupmáttar umfram raunverulega getu hagkerfisins mun bitna á nýsköpun í hagkerfinu og verðmætasköpun í framtíðinni. Ríkið og aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að því að koma á norrænu módeli við gerð kjarasamninga. Það væri mikið þroskamerki í samfélaginu ef hægt væri að lenda slíku samkomulagi sem héldi. Einnig ætti komandi ríkisstjórn að nýta uppsveifluna til að greiða skuldir og búa í haginn fyrir framtíðina. Uppsveifla gefur líka tækifæri til að ljúka því verki að jafna lífeyrisréttindi og að opinberir aðilar lækki verulega skuldbindingar sínar við opinbera lífeyriskerfið. Líklegt er að þegar þessari hagsveiflu lýkur verði fleiri tilbúnir til að ræða framtíðarskipan gjaldmiðilsmála en raunin er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun