Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar.
Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli.
„Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína.
Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009.
Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku.
Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið.
Erla Steina spilaði óvænt í gær: Maður mætir þegar Beta hringir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn