Hjólaði 200 kílómetra til þess að kjósa Þorgeir Helgason skrifar 26. október 2016 07:00 Jón Eggert Guðmundsson þegar hann kom í mark í sumar í Hafnarfirði eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. vísir/hanna Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira