Ríkasta prósentið jók eignahlut sinn um 49 milljarða á einu ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eignaaukningu landsmanna má að stærstum hluta rekja til verðhækkana á fasteignamarkaði. vísir/anton brink Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00