Innlent

Mjótt á munum milli Sjálf­stæðis­flokksins og VG í Reykja­vík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Píratar mælast með mest fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Könnunin byggir á könnunum sem fréttastofa hefur gert á undanförnum vikum. Litlu munar á fylgi VG og Sjálfstæðisflokksins.

Píratar njóta stuðnings 24 prósent aðspurðra og myndu fá flesta þingmenn kjörna í Reykjavík yrði þetta niðurstöður kosninganna. Tekið skal fram að Reykjavíkurkjördæmin tvo eru ekki aðgreind í könnunum fréttastofu 365.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,8 prósent fylgi en VG mælist með 19,4 prósent fylgi. Þar á eftir kemur viðreisn með 10 prósent fylgi.

Björt framtíð fær 7,1 prósent fylgi, Samfylkingin með 6,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn 5,2 prósent. Flokkur fólksins fengi 2,1 prósent fylgi, Dögun 1,7 prósent, Íslenska þjóðfylkingin 1,2 prósent og Alþýðufylkingin 0,9 prósent fylgi, aðrir flokkar mældust ekki.

Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður sátu fyrir svörum í kjördæmaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má þátt sinn í heild sinni hér fyrir ofan. Umræður um könnunina hefjast þegar um 35 mínútur eru liðnar af þættinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×