Elliði til varnar Smára McCarthy og stærðfræðikunnáttu hans Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 12:59 Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en stærðfræðimenntun Smára McCarthy. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira