Innlent

Kosninga­mynd­band VG of dóna­legt fyrir Face­book

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Vísir
Facebook hefur fjarlægt kosningarmyndband Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem listamaðurinn Ragnar Kjartansson gerði fyrir stjórnmálaflokkinn. Myndbandið var fjarlægt á þeim forsendum að í því væri nekt.

Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan sést nakin kona maka rauðum lit á vegg áður en að Ragnar sjálfur, sem situr í 9. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, birtist á skjánum og segir að flokkurinn skilji mikilvægi lista og menningar í landinu.

Í færslu á Facebook-síðu VG segir að unnið sé að því að úbúa nýja útgáfu sem henti Facebook betur. Í millitíðinni er myndbandið þó enn aðgengilegt á YouTube

Ragnar er borgarlistamaður Reykjavíkur og einn af þekktari listamönnum samtímans um víða veröld en breska blaðið The Guardian sagði hann vera „einn af færustu listamönnum samtímans“ í sumar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×