Innlent

Rólegt hefur verið á utan kjörfundarstöðum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Nokkuð rólegt hefur verið á utan kjörfundarstöðum ef miðað er við sama tíma og fyrir forsetakosningarnar í sumar. Mikil hreyfing hefur verið á atkvæðum í þeim skoðunarkönnunum sem birst hafa að undanförnu en þrátt fyrir það virðast kjósendur, sem fréttastofan hitti í dag, ákveðnir í hvernig þeir ætli að verja atkvæði sínu.

Öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili. Ef senda þarf atkvæði þurfa kjósendur sjálfir að annast og kosta sendingu atkvæðisins.

Fimm dagar eru til kosninga og þó nokkrir kjósendur mættu í Perluna í dag til þess að kjósa líkt og sjá má í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×