Ólafía Þórunn komin inn á lokaúrtökumótið fyrir LPGA í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR skrifar íslensku golfsöguna þessa dagana en hún tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn lék fjórða og síðasta hringinn á annars stigs úrtökumótinu á pari og náði þar með tólfta sætinu. Efstu 80 kylfingarnir komust áfram og Ólafía Þórunn komst því örugglega áfram. Ólafía Þórunn lék samtals hringina fjóra á 288 höggum eða 72-73-71-72 en par vallarins er 72 högg. Á þessum tölum má sjá hversu jöfn hún var á þessu móti. Ólafía á einungis að komast í gegnum þriðja og síðasta stigið til að komast inn á LPGA mótaröðina en lokaúrtökumótið fer fram á LPGA International vellinum í Flórída í lok nóvember. Ólafía er fyrsta íslenska konan sem nær inn á annað stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefur dvalið að undanförnu í Bandaríkjunum við æfingar en hún mun keppa á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni í framhaldinu. Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur úr GKG, var systur sinni til aðstoðar á öðru stigi úrtökumótsins en spilað var á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok síðasta árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga. Næst á dagskrá hjá Ólafíu er að fara til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti. Hún fær ekki mikinn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og venjast tímamismuninum því hún mættir til Kína aðeins degi fyrir mótið. Ólafía Þórunn keppir síðan í framhaldinu móti í Abu Dhabi en það er einnig á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR skrifar íslensku golfsöguna þessa dagana en hún tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn lék fjórða og síðasta hringinn á annars stigs úrtökumótinu á pari og náði þar með tólfta sætinu. Efstu 80 kylfingarnir komust áfram og Ólafía Þórunn komst því örugglega áfram. Ólafía Þórunn lék samtals hringina fjóra á 288 höggum eða 72-73-71-72 en par vallarins er 72 högg. Á þessum tölum má sjá hversu jöfn hún var á þessu móti. Ólafía á einungis að komast í gegnum þriðja og síðasta stigið til að komast inn á LPGA mótaröðina en lokaúrtökumótið fer fram á LPGA International vellinum í Flórída í lok nóvember. Ólafía er fyrsta íslenska konan sem nær inn á annað stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefur dvalið að undanförnu í Bandaríkjunum við æfingar en hún mun keppa á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni í framhaldinu. Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur úr GKG, var systur sinni til aðstoðar á öðru stigi úrtökumótsins en spilað var á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok síðasta árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga. Næst á dagskrá hjá Ólafíu er að fara til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti. Hún fær ekki mikinn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og venjast tímamismuninum því hún mættir til Kína aðeins degi fyrir mótið. Ólafía Þórunn keppir síðan í framhaldinu móti í Abu Dhabi en það er einnig á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira