Innlent

Katrín Jakobsdóttir gæti orðið næsti forsætisráðherra

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Flokkarnir fjórir ætla að funda á morgun um hugsanlegt stjórnarstarf.
Flokkarnir fjórir ætla að funda á morgun um hugsanlegt stjórnarstarf. Vísir/Eyþór
Ný, óvænt og fordæmalaus staða er komin upp í stjórnmálum viku fyrir kjördag. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi.

Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formann Bjartrar framtíðar. Þau tilkynntu um þetta á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að hittast á fundi á sunnudagsmorgun kl. 11.

Fréttatíminn fjallaði um hugsanlega stjórnarmyndun í umboði Pírata í blaði sínu í morgun. Þar kemur fram að það komi til greina að þeirra hálfu að gefa eftir forsætisráðherraembættið. Þar neitar Smári McCarthy því ekki að til greina komi að bjóða Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherrastólinn.

Katrín segir í Fréttatímanum í dag að ekki sé farið að ræða verkefnaskiptingu í umræðum flokkana um hugsanlegt samstarf.


Tengdar fréttir

Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið

Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra

Björt framtíð fengi kjörinn þingmann

Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×