Ráðherra segir ekki óeðlilegt að skipa aðstoðarmann ef hann er eins og Sunna Þorgeir Helgason skrifar 22. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarkonu sinni. Mynd af Facebook-síðu Framsóknarflokksins „Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
„Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00