Fordæmalausri fjölgun er spáð Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2016 07:00 Næstu fjögur árin verða til 876 ný störf á ári á Keflavíkurflugvelli - eftirspurn er þegar meiri en framboð á húsnæði á Suðurnesjum. Vísir/Stefán Staðan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum hefur gjörbreyst á stuttum tíma en eftirspurn er nú meiri en framboð. Frágengnir kaupsamningar á fyrstu níu mánuðum ársins eru helmingi fleiri en allt árið 2013. Á sama tíma er fordæmalausri fjölgun starfa spáð á svæðinu á næstu árum og áratugum, með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi er því spáð að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu tvo áratugina jafngildi að meðaltali einu álveri árlega – eða rúmlega 400 manns. Rætist þessi spá verður það gríðarlega flókið verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og landsmenn alla, að mæta þeirri fólksfjölgun sem um ræðir og er án fordæma, eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, benti á. Í greiningu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kynnt var á mánudag, er bent á ýmsar ástæður og skýringar sem þessu tengjast. Fyrir það fyrsta hefur fólksfjölgun hvergi verið meiri en á Suðurnesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. „Þessi mikla fólksfjölgun síðastliðin tíu ár á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúðabyggð á Varnarstöðinni, erlendu vinnuafli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum,“ segir þar.Ingólfur BenderÞar segir einnig að laun hafi hækkað á bilinu tíu til 22 prósent eftir landshlutum frá 2010 og hefur mesta launahækkunin átt sér stað á Suðurnesjum, eða 22 prósent, en þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með sautján prósent. Sé launaþróun á Suðurnesjum skoðuð í samhengi við þróun á íbúðaverði sést að laun hafa hækkað 29 prósentustigum umfram íbúðaverð, segir í greiningunni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir þróunina á Suðurnesjum sérstaklega áhugaverða í því ljósi að svæðið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára tímabili – frá mesta atvinnuleysi á landsvísu eftir hrun, yfir í blómstrandi ferðaþjónustu dagsins í dag með tilheyrandi uppbyggingu. „Nú bregður svo við að hverfandi atvinnuleysi er á svæðinu og innflutningur á vinnuafli töluvert mikill. Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp og ljóst að fasteignamarkaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði,“ segir Ingólfur og bætir við að sérstaðan sé ekki síst sú að þrýstingur á fasteignamarkaðinn kemur frá auknu vinnuafli á svæðinu, en minna frá ferðamanninum beint sjálfum eins og í Reykjavík þar sem rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00 Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Staðan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum hefur gjörbreyst á stuttum tíma en eftirspurn er nú meiri en framboð. Frágengnir kaupsamningar á fyrstu níu mánuðum ársins eru helmingi fleiri en allt árið 2013. Á sama tíma er fordæmalausri fjölgun starfa spáð á svæðinu á næstu árum og áratugum, með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi er því spáð að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu tvo áratugina jafngildi að meðaltali einu álveri árlega – eða rúmlega 400 manns. Rætist þessi spá verður það gríðarlega flókið verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og landsmenn alla, að mæta þeirri fólksfjölgun sem um ræðir og er án fordæma, eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, benti á. Í greiningu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kynnt var á mánudag, er bent á ýmsar ástæður og skýringar sem þessu tengjast. Fyrir það fyrsta hefur fólksfjölgun hvergi verið meiri en á Suðurnesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. „Þessi mikla fólksfjölgun síðastliðin tíu ár á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúðabyggð á Varnarstöðinni, erlendu vinnuafli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum,“ segir þar.Ingólfur BenderÞar segir einnig að laun hafi hækkað á bilinu tíu til 22 prósent eftir landshlutum frá 2010 og hefur mesta launahækkunin átt sér stað á Suðurnesjum, eða 22 prósent, en þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með sautján prósent. Sé launaþróun á Suðurnesjum skoðuð í samhengi við þróun á íbúðaverði sést að laun hafa hækkað 29 prósentustigum umfram íbúðaverð, segir í greiningunni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir þróunina á Suðurnesjum sérstaklega áhugaverða í því ljósi að svæðið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára tímabili – frá mesta atvinnuleysi á landsvísu eftir hrun, yfir í blómstrandi ferðaþjónustu dagsins í dag með tilheyrandi uppbyggingu. „Nú bregður svo við að hverfandi atvinnuleysi er á svæðinu og innflutningur á vinnuafli töluvert mikill. Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp og ljóst að fasteignamarkaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði,“ segir Ingólfur og bætir við að sérstaðan sé ekki síst sú að þrýstingur á fasteignamarkaðinn kemur frá auknu vinnuafli á svæðinu, en minna frá ferðamanninum beint sjálfum eins og í Reykjavík þar sem rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00 Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00
Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00
Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent