Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir á að sitja áfram í stjórn Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2016 19:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira